Omega egg

Omega egg koma frá Stjörnueggjum sem hafa áratuga reynslu og þekkingu á framleiðslu eggja.

Hænurnar sem gefa af sér Omega egg ganga lausar um og verpa í hreiður. Þær eru fóðraðar á sérstöku heilsufóðri sem skilar sér í einstaklega hollum og bragðgóðum eggjum.

Fiskneysla, sem hefur verið aðal uppspretta Omega fitusýra í fæði Íslendinga, hefur farið minnkandi síðustu ár og þar með neysla á þessum hollu fitusýrum. Með því að velja Omega egg eykur þú neyslu omega fitusýra, og hefur þar með góð áhrif á hjartað og kransæðarnar sem og á uppbyggingu heilans. Omega egg innihalda mun minna kólesteról en hefðbundin egg og eru mjög A, D og E vítamín rík.