Spurt og svarað

Hérna má finna svör við ýmsum spurningum sem viðskiptavinir okkar hafa komið með. Ef þú ert með spurningu til okkar, endilega sendu okkur póst og við munum birta svarið hér á síðunni.

Er einhver bragðmunur á Omega eggjum og venjulegum eggjum?
Nei, enginn bragðmunur er á Omega eggjum og þeim eggjum sem við eigum að venjast, einungis er innihald þeirra breytt sem stafar af breyttu fæði hænunnar.

Er einhver notkunarmunur á Omega eggjum og venjulegum eggjum?
Omega egg er hægt að nota á sama hátt og hefðbundin egg í eldamennsku og bakstri, þau hafa sömu þeytihæfileika sem og lyftigetu.

Eru brún egg öðruvísi en hvít egg?
Nei, eini munurinn liggur í litnum á skurni eggjanna.

Hvernig er best að skilja að hvítuna og guluna í egginu?
Með því að brjóta eggið varlega til helminga fellur yfirfallið af hvítunni í skál og rauðan skilin eftir í skurninni. Rauðunni er svo velt milli skurnhelminganna til að losa um meira af hvítunni. Það þarf að gæta þess að skurnin skeri ekki í himnuna sem þekur guluna í egginu þannig að hún byrji að leka.
Það er einnig hægt að nota fingurna þannig að þegar eggið er brotið er rauðunni velt varlega yfir á hreina fingurna og hvítunni leyft að leka milli fingranna. Þannig er rauðunni velt varlega milli fingra beggja handa.
Áríðandi er að ÞVO HENDUR VANDLEGA bæði fyrir og eftir að hrá egg eru meðhöndluð.

Hvað gerist ef maður á að skilja hvítuna og guluna af en smávegis gula blandast samanvið?
Blandist rauðan við hvítuna getur það haft áhrif á lyftieiginleika hvítunnar t.d eins og þegar verið er að þeyta marens. Aftur á móti skiptir minna máli blandist örlítið af hvítunni við rauðuna þegar verið er að útbúa rétti þar sem rauðan er einungis notuð.